Í dag fór ég í skólann, eins og svo oft áður. Ég fór nánar tiltekið í vistfræði spendýra, fyrsti tíminn í þeim kúrsi. Hann lofar alveg góðu (ég er að fara á músaveiðar á sunnudaginn...), en mér fannst samt hálfógeðslegt þegar kennarinn fór að segja okkur frá verklegu tímunum...
Kennari: Já, svo muniði að koma með krufningasett og hvítan slopp, og svo þegar þið kryfjið refina þá er nú best að þið komið í vaðstígvélum.
Nemendur: ... haaa?
Kennari: Jújú, við fáum þá nú í misjöfnu ástandi, blessaða... þeir eru nú stundum sundurtættir, nú, eða farnir að rotna aðeins, og það vill slettast blóðið úr þeim útum allt... þannig það er nú bara best að vera í stígvélum.
Nemendur: ...
06 september 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)