24 nóvember 2008

sumir klúbbar eru saumaklúbbar

Vinnan mín er besta vinna í heimi - hver vill ekki fá borgað fyrir að blása sápukúlur, baka súkkulaðikökur og fara í feluleik? Sumir dagar eru samt betri en aðrir, og dagurinn í dag var einn af þeim.

Í dag fór af stað nýtt klúbbastarf - klúbbarnir sem voru í boði voru tilrauna-, tónlistar- og matreiðsluklúbbur. Ég var búin að segja einum litlum frá þessu fyrr um daginn, og þegar kom að því að fara að velja sér klúbb spurði ég krakkana hvort þeir vissu hvað við værum að fara að gera. Félagi minn hoppaði hæð sína og baðaði út höndunum: "Ég er að fara í SAUMAKLÚBB!" (hann sættist reyndar á matreiðsluklúbb. gæti verið að hann sé búinn að fatta þetta - saumaklúbbur = matur?)

Í lok dags fékk þessi sami strákur að skoða ipodinn minn. Hann var himinlifandi með það - reyndar pínulítið svekktur yfir því að ég ætti ekki Mamma Mia. Hann tók samt gleði sína á ný þegar honum tókst að ýta á takkana þannig að texti fyllti allan skjáinn... hann var sko kominn á internetið :)

10 nóvember 2008

Æ ég hef eitthvað klikkað á mánaðarblogginu. Úps.

Fátt að frétta en kannski margt. Það fer eftir því hver þú ert og hvenær ég talaði við þig síðast. Í sumarlok eyddi ég nokkrum dögum í New York, það var án efa skemmtilegasta NjúJork-stopp sem ég hef átt (kom við þar alein haustið 2005 og með GS haustið 2006). Nú er ég samt bara komin heim til uppáhaldslandsins, og það er fínt. Kirsten-Kiwi kom í tveggja vikna heimsókn um daginn og það var rosagaman, ég tók mér síðbúið sumarfrí og lék fararstjóra á meðan hún var hér. Klikkaði þó á því að sýna henni margt - verst þykir mér að hafa ekki farið nema einusinni í sund og aldrei - ALDREI! - í ísbíltúr. Það er náttúrulega skammarlegt. Redda þessu næst. Ég náði samt að sýna henni fullt af snjó... því miður þótti henni góð hugmynd að troða snjó niður um hálsmálið á mér en ég hugsa að það hafi bara verið því það hafði aldrei neinn troðið snjó inn á hana. Annars er bara samagamla. Vesturhlíðin klikkar aldrei, og um daginn byrjaði ég í hundraðprósent þar. Ýkt stuð og ponsu fullorðins - en samt ekkert of.

26 júlí 2008

Eitt blogg a manudi, er thad of slappt, eda?

Sumarid er buid ad fljuga fra mer og eg er farin ad kvida thvi ad thurfa ad kvedja sumarbudirnar og folkid her. Thad er buid ad vera otrulega gaman, og eg er buin ad vera heppin med hopa - allar stelpurnar eru bunar ad vera frabaerar, tho serstaklega Team Spirit og Art in 3D og Bike-O-Rama stelpurnar minar (Beakers & Fingerpaints og Take Aim voru godar lika, bara ekki alveg eins frabaerar). Eg er buin ad hjola og fondra og bua til slim og synda og skjota af boga og sigla a kano og grilla sykurpuda... syngja og syngja og syngja.... sofa undir berum himni, i bleiku tjaldi, i indianatjaldi... og i helgarfriunum er eg buin ad dansa, fara i langa hjolatura, skreppa a Hooters, hlaupa i gegnum drullu, spila pool a ameriskum small-town bar, grilla fleiri sykurpuda, borda godan mat, horfa a of margar biomyndir, syngja og syngja og syngja.

Lifid er gott. Eg sakna ykkar allra... en eg er ekki tilbuin ad koma heim alveg strax.

(Naestu vikuna verd eg leidbeinandi fyrir "I <3 Llamas" - tveir starfsmenn, 8 unglingar, nokkur stykki lamadyr og vikulong gonguferd . Eg er svo spennt ad eg get varla sofid!!)

02 júní 2008

taka tvo

Eg reyndi ad blogga um daginn en thad virkadi eitthvad illa. Svo laaaaaanga bloggid mitt um viku 2 hvarf. Aej.

Seinni parturinn af ferdinni var fabjulos, eins og vid matti buast. Riga var falleg, fyrir utan allar stripibullurnar. Vid skelltum okkur lika til litils baejar sem heitir Sigulda i einn dag, thar saum vid helling af kastalarustum og fullt af natturu.

Rutuferdin til Lithaen var vaegast sagt serstok. Stelpurnar fyrir aftan okkur ottudust um lif sitt, en vid vorum longu ordnar vanar Austur-Evropskum rutum. Vid vorum bara tvo daga i Lithaen, og a theim tveim dogum saum vid um thad bil 5 milljon kirkjur. Vilnius er pakkfull af kirkjum, og eftir kirkju 7 eda svo var mer eiginlega ordid slett sama um sogu theirra. Seinni daginn i Vilnius var hellirigning, svo vid eyddum nokkrum klukkutimum a KGB-safni. Thad var frekar nidurdrepandi.

Skildum Svovu eftir a hostelinu i Lithaen um midja nott og flugum til Kaupmannahafnar. Thar var brakandi solskin og vid eyddum timanum thar i lestur, solbod og isat. Sidan foru stelpurnar heim og skildu mig eftir - donarnir! Eg akvad ad skella mer til Svithjodar, thvi thangad hef eg aldrei komid. Svithjod var agaet - mer leid reyndar alveg eins og eg vaeri i Kaupmannahofn, nema eg ratadi ekkert og skildi tungumalid verr.

Skellti mer sidan aftur til Kaupmannahafnar i heimsokn til Aldisar og Grjona og Eyrunar Laru. Tinna kom lika og vid eyddum nokkrum dogum i ad knusa Eyrunu bestabarn og fara i H&M. Ljuft ad vera i landi thar sem er ekki skylda ad skoda sig um!

Nuna er eg samt komin til Seattle - loksins, loksins! Flugferdin var long og leidinleg, og eg er pinulitid ruglud eftir hana... en thad er allt i lagi thvi eg er i Seattle. Aetla samt bara ad vera her i thrja daga, thvi svo fer eg til Kanada ad hitta Solveigu. Og thad verdur stud.

19 maí 2008

fyrsta vikan...

... af ferdalaginu er buin ad vera eins og manudur! Og ekki sens ad eg geti munad nokkud merkilegt nuna, en thad er samt longu kominn timi a blogg!

Vid byrjudum i Helsinki, sem er agaetisborg og passleg upphitun fyrir Eystrasaltid - tho madur skilji ekki tungumalid er allt frekar norraent og kunnuglegt. Fekk mer naestum hreindyrakebab thvi thad er svo ruglad eitthvad, en haetti vid. Vid gistum i tvaer naetur a hosteli i Helsinki, skodudum okkur um og drukkum bjor a bar numer niu.

A thridja degi skelltum vid okkur i nokkurra klukkutima batsferd yfir til Eistlands. Thad var otrulega skemmtilegt ad labba inn i Tallin - gamli baerinn thar er ekkert sma flottur. Litill og kosi og passlega fatt ad gera (vid vorum samt ormagna eftir nokkra daga thar!). Eftir ad vid vorum bunar ad skoda Tallin agaetlega tokum vid rutu til Tartu, thar sem Svava byr. I Tartu kynntumst vid "alvoru" Eistlandi, ekki turistaborginni Tallin. Bjorinn var faranlega odyr, en tjonustulund og vinsemd var eiginlega ekki til. Tartu er haskolabaer, og vid saum MJOG fatt fullordid folk dagana sem vid vorum thar!

I morgun tokum vid sidan rutuna til Riga. Rutuferdin var frekar hraedileg (rutubilstjorarnir her eru ekki beint godir okumenn) en vid komumst a hostelid i heilu lagi. Thad reyndist vera fyrir ofan stripiklubb, sem var frekar fyndid til ad byrja med en haetti ad vera fyndid thegar eg komst ad thvi ad thad eru stripiklubbar a hverju horni... og a finum veitingastodum er bodid upp a vodkaskot af kvenmannsbrjostum. Vid Svava tokum hins vegar gledi okkar a ny thegar vid rombudum inn i odyrustu fatabud sem eg hef nokkru sinni komid i! Verst ad thad er ekkert plass i bakpokanum minum...

25 apríl 2008

frostpinni

Á miðvikudaginn lagði ég lokahönd á stuðningsbréf til Britney Spears auk þess sem ég bjó mér til Britney bol. Skundaði síðan í afmælið hans Denis á Qbar og skemmti mér stórkostlega þar.

Þegar ég vaknaði á sumardaginn fyrsta leið mér alls ekki vel. Skrifaði svitann á illa loftræst svefnherbergi, hálsbólguna á of mikið öskur kvöldið áður, almenna vanlíðan á "kannski einn í viðbót"-bjórinn sem ég drakk. Sofnaði aftur, og var mun hressari seinni part dags. Skellti mér á kaffihús í sumarveðrinu (haha) og fór í húsaskoðunarleiðangur um miðbæinn. Var ofurlítið orkuminni en flesta daga, en hugsaði lítið meira um það.

Í morgun var ég búin að týna röddinni minni. Eftir tedrykkju, ræskingar og tilraunir til að skrúbba ógeðið innan úr hálsinum á mér gafst ég upp og bað litlusystur um að hringja mig inn veika. Endurheimti hluta af röddinni upp úr hádegi og var gífurlega ánægð, enda ekki alveg vön því að þegja svona lengi samfleytt.

Litlasystir er góð og gaf mér græna frostpinna - það er eina meðalið sem nauðsynlegt er við hálsbólgu og hita. Nú er mig hinsvegar farið að langa í ís með súkkulaðisósu, snakk og lakkrísrör. Alltíbland. Held það hljóti að þýða að ég sé að hressast, enda eins gott. Ég hef ekki þolinmæði í að vera veik lengur en einn dag, og svo þarf ég að mæta á árshátíð á morgun...

02 apríl 2008

gúglað

Um daginn skrifaði ég afar langa færslu um það hversu leiðinlegar google-leitir leiða fólk á bloggið mitt. Færslan týndist einhversstaðar í neti Inters, en innihaldið var eitthvað á þessa leið:

Leitarorðið prjónauppskriftir virðist vera mjög vinsælt. Verð þó að svekkja bandbrjálaða (haha) prjónauppskriftagúglara með því að á þessu bloggi hafa engar prjónauppskriftir verið birtar, og mér þykir ólíklegt að á því verði nokkur breyting. Bendi áhugafólki um prjónaskap hins vegar á þessa og þessa bloggsíðu.

Þetta er ekki uppskriftablogg. Og mig langar að benda þeim sem gúglaði avókadósmjör á að það er mun líklegra að leitin beri árangur ef leitarorðinu er snarað yfir á ensku. Nú, annars gætirðu líka prófað að leita að lárperumauki. Það er smart (ég skal baka súkkulaðiköku fyrir þann sem veit í hvern ég var að vitna!!).

Verst þykir mér þó að einhver gúglaði Mirale og endaði á blogginu mínu. Nú heldur kannski einhver útí bæ að ég sé svona mínímalísk og karakterslaus og geymi óopnaðar listaverkabækur undir glerplötunni á stofuborðinu og yddi blýantana mína með rafmagnsyddara. Það þykir mér miður.

Niðurstaðan var semsagt sú að 1) ég blogga um hundleiðinlega hluti, og/eða 2) Íslendingar googla hrútleiðinlega hluti. Hvort er betra, hundur eða hrútur?

Ég tók því þá ákvörðun að blogga bara um eitthvað djúsí á næstunni. En þá sá ég fram á vandamál. Stundum er lífið svo tíðindalítið að ég blogga um prjónaskap, eldhúsævintýri og húsgagnaverslanir. Þannig er það bara. En þegar eitthvað djúsí gerist í raun og veru hef ég alls ekki tíma til að blogga. Og ef ég hef tíma til þess get ég það bara ekki, því ég reyni að vera kurteis og mér þykir ekki við hæfi að blogga um hvaðsemer. Það er að segja, mér þykir ekki við hæfi að blogga um hvaðsemer þegar aðrar manneskjur eiga hlut að máli. Og þannig er það nú oftast þegar eitthvað djúsí gerist, eða hvað?

En nú þarf ég ekki að örvænta lengur. Það gúglaði nefnilega einhver sofa hjá kennaranum mínum og endaði á blogginu mínu. Það er hvorki hundur né hrútur!