Vinnan mín er besta vinna í heimi - hver vill ekki fá borgað fyrir að blása sápukúlur, baka súkkulaðikökur og fara í feluleik? Sumir dagar eru samt betri en aðrir, og dagurinn í dag var einn af þeim.
Í dag fór af stað nýtt klúbbastarf - klúbbarnir sem voru í boði voru tilrauna-, tónlistar- og matreiðsluklúbbur. Ég var búin að segja einum litlum frá þessu fyrr um daginn, og þegar kom að því að fara að velja sér klúbb spurði ég krakkana hvort þeir vissu hvað við værum að fara að gera. Félagi minn hoppaði hæð sína og baðaði út höndunum: "Ég er að fara í SAUMAKLÚBB!" (hann sættist reyndar á matreiðsluklúbb. gæti verið að hann sé búinn að fatta þetta - saumaklúbbur = matur?)
Í lok dags fékk þessi sami strákur að skoða ipodinn minn. Hann var himinlifandi með það - reyndar pínulítið svekktur yfir því að ég ætti ekki Mamma Mia. Hann tók samt gleði sína á ný þegar honum tókst að ýta á takkana þannig að texti fyllti allan skjáinn... hann var sko kominn á internetið :)
24 nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað maður gæfi ekki fyrir ekta íslenskan saumaklúbb!! súkkulaðitertur og nammi og gott gossip!
Skrifa ummæli