10 nóvember 2008

Æ ég hef eitthvað klikkað á mánaðarblogginu. Úps.

Fátt að frétta en kannski margt. Það fer eftir því hver þú ert og hvenær ég talaði við þig síðast. Í sumarlok eyddi ég nokkrum dögum í New York, það var án efa skemmtilegasta NjúJork-stopp sem ég hef átt (kom við þar alein haustið 2005 og með GS haustið 2006). Nú er ég samt bara komin heim til uppáhaldslandsins, og það er fínt. Kirsten-Kiwi kom í tveggja vikna heimsókn um daginn og það var rosagaman, ég tók mér síðbúið sumarfrí og lék fararstjóra á meðan hún var hér. Klikkaði þó á því að sýna henni margt - verst þykir mér að hafa ekki farið nema einusinni í sund og aldrei - ALDREI! - í ísbíltúr. Það er náttúrulega skammarlegt. Redda þessu næst. Ég náði samt að sýna henni fullt af snjó... því miður þótti henni góð hugmynd að troða snjó niður um hálsmálið á mér en ég hugsa að það hafi bara verið því það hafði aldrei neinn troðið snjó inn á hana. Annars er bara samagamla. Vesturhlíðin klikkar aldrei, og um daginn byrjaði ég í hundraðprósent þar. Ýkt stuð og ponsu fullorðins - en samt ekkert of.

Engin ummæli: