Auglýst er eftir geðheilbrigði sem og líkamlegu heilbrigði, en óljóst er hvar og hvenær þetta tapaðist. Einnig virðist sem kímnigáfa og almenn lífsgleði hafi tapast nýlega, eigandi hefur þó ekki gefið upp alla von um að finna þessa tvo síðarnefndu hluti grafna undir treflahrúgunni frammi á gangi. Fundarverðlaunum í formi bakkelsis heitið.
Eitt stykki alvarlegt kvef fannst á fimmtudagskvöld, nálægt Háskóla Íslands. Einnig fannst nýlega óeðlileg leti. Svartsýni fannst seint á sunnudagskvöld, en hún virðist hafa flogið fyrir slysni inn um glugga á húsi í Vesturbænum. Finnandi vill losna við þetta allt sem allra, allra fyrst, hafið samband í athugasemdum ef þið kannist við ofantalið.
Annars var helgin bara fín - tókst að fara út á fimmtudag, föstudag og laugardag þó ég væri eiginlega lasin... tók því samt bara rólega og gerði fátt annað en að borða, tala og spila - enda þarf maður ekki að vera hressastur í heimi þegar maður er lasinn. Er bara búin að vera einmana í kvöld og í fýlu við allt og alla, en ekkert við því að gera svosem. Ætla að fara að reyna að sofna einsog almennileg manneskja.
30 október 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)