Í kvöld bjó ég til guacamole. Það var ágætt. Litlusysturnar vildu endilega eiga steininn innan úr avocadoinu, og allt í lagi með það. Nema, önnur þeirra ákvað að smakka steininn. Og var svo furðu lostin þegar hún komst að því að hann bragðaðist alls ekki vel. Síðan reyndi hún að fá mig til að fá mér "bita" af steininum. Og skellti að lokum sýrðum rjóma á hann. ( "Pældu í því hvað það hefði verið frábært ef ég hefði bara komist að því að avocadosteinar væru lostæti!?" )
Systir mín er sko sextán ára.
Ég held stundum að ég eigi steiktustu fjölskyldu í heimi.
06 apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)