01 nóvember 2006

Þriðjudagur...

... og það þýðir kaffihús.

Er afskaplega vanaföst, og ef það lítur út fyrir að engin kaffihúsaferð verði farin á þriðjudegi veit ég bara ekki hvað ég á af mér að gera. Og aldrei skyldi neinum detta í hug að skella sér á kaffihús á fimmtudegi í staðinn!! Ónei.

Umræðuefni kvöldsins voru sérstaklega skemmtileg. Enda skemmtilegar stelpur. Ég var að reyna að virkja þær í gagnrýninni umræðu um samfélagið (það er partur af Operation GrowUp, sem er í fullum gangi þessa dagana...) en það gekk eitthvað illa. Og þegar ég vildi ræða um pissuverkefnið þarna í LHÍ, snerist umræðan upp í eitthvað allt, allt annað.

Spurning kvöldsins var sem sagt: Hvort myndirðu frekar vilja pissa á einhvern, eða láta pissa á þig?

Sko ef þú yrðir að velja?