Til hamingju með nýja árið! Tvöþúsundogsjö leggst bara vel í mig. Enda hef ég alltaf verið hrifnari af oddatölum en sléttum tölum. Fyrri helmingur Oddatöluára er því sérstaklega góður, því þá er ég Oddatölugömul.
Þóttist vera kúl í nótt og æddi í partí. Hitti fullt af hressum gamlingjum þar sem ég skálmaði í gegnum miðbæinn rétt fyrir tvö. Ég var hinsvegar ekki eins hress og var næstum sofnuð í áramótabrjálæðinu hjá Gégé. Tókst þó að halda mér vakandi með því að leika dídjei - þeytti úrvalsskífum á borð við Pottþétt 98, Reif í dans(f)árið, og Til Guðrúnar Frá Aldísi. Þeytti svo sjálfri mér í eitt kökuboð og eitt matarboð á Fyrsta Degi Ársins. Held ég sé búin að borða of mikið á árinu, svona miðað við hvað það er lítið búið af því.
01 janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)