Þeir sem hafa af einhverjum ástæðum átt leið inn í kústaskápinn herbergið mitt nýlega hafa rekið upp stór augu. Ég deili nefnilega herbergi með honum Takka, og vinum og ættingjum þykir við ekki eiga margt sameiginlegt. Ætli ég verði ekki að viðurkenna að Dagur hafði eiginlega rétt fyrir sér þegar hann sagði að Takki væri frekar gettólegur.
En mér er alveg sama! Gettó-Takki og ég erum samt vinir!
Verra þykir mér að gettóið er farið að breiða óþægilega mikið úr sér í herberginu. Og þó Takki sé velkominn, þýðir það ekki að ég vilji fá alla vini hans úr gettóinu í heimsókn...
