08 apríl 2007

enn eitt sönnunargagnið

... um það að ég sé að verða fullorðin, sko.

Sat við tölvuna fyrr í kvöld. Páskaeggið stóð hálfétið á skrifborðinu. Og ég borðaði salat. Í eftirrétt. Á páskadag. Hvurslags vitleysa er það eiginlega??

Ég ætti kannski ekkert að vera að blogga um svona hluti? Ætla að fara að hakka í mig páskaeggið, svo næst geti ég bloggað um það hversu hræðilega magapínu ég fékk af páskaeggjaátinu. Það er ekki fullorðinslegt.

Fór í páskapartí á föstudaginn langa, eins og hefðin býður upp á. Hélt svo á Kofann ásamt GL og GS, og þar var stuð og þar var ég ekki fullorðin. Því það kvöld voru bara spiluð lög frá 1996. Uppáhaldið mitt var samt þegar Skólarapp var spilað, enda er það með betri lögum sem samin hafa verið.