14 maí 2007

hæ hemmi, ég kem í heimsókn!

Í dag sá ég vonda auglýsingu. Hún var eitthvað á þessa leið:

Ímyndaðu þér nýja skáldsögu eftir Hemingway. Ímyndaðu þér nýjan BMW X5.

Það er þá vonandi hægt að flytja veisluföng í nýja béemmvaffinum.

Æ, ég ætla að skreppa til Parísar. Ekki samt brjótast inn til mín á meðan, pabbi verður heima og hann lúskrar á ykkur ef þið reynið að stela óhreinu sokkunum mínum!