29 janúar 2008

karlar

Við systur ræddum allskonar bönd í gærkvöldi. Karlabönd og kvennabönd og svo þessi gamaldags hjónabönd. Silja sér fyrir sér að tveir karlmenn í karlabandi geti þannig komið í veg fyrir allan misskilning í kaffiboði hjá gömlum skólafélaga annars:

Gamall félagi: Nei sæll! Langt síðan ég hef séð þig. Er þetta vinur þinn?
Karl 1: Nei, við erum karlar.

Enda ekki nema sanngjarnt að samkynhneigðir eignist orð yfir sig og betri helminginn í líkingu við orðið hjón, ha?

17 janúar 2008

Jeez, Banana! Shut your freakin' gob!

Heljarinnar Juno-æði hefur gripið um sig á heimilinu, og við systurnar keppumst um að læra myndina utanbókar. Enda stórkostlega fyndin mynd. Við Björk erum þó ekki alveg sammála um hvor sé frábærari, Paulie Bleeker eða Juno MacGuff.

Við reyndum að útkljá málið á msn (enda mjög rökrétt fyrir tvær manneskjur í sama húsi að rífast á msn), en það gekk illa.

B: Hann er svo sæææææætur
A: Jamm. Mér finnst Juno sætari
B: Ókei, hún er líka krútt. En ekki jafn mikið krútt. Og ekki eins krútt!
A: Neinei, ég veit
B: Hva? Ertu sammála? ...neeh
A: Jú. Hann er öðruvísi krútt. En þú veist, smoooooothie!juno!!!
B: Já það er rétt. Hann er svona... ú je, deem fæn og hún er svona úggabúgga
A: Err... deem fæn? Ertu að DJÓKA
B: Alls ekki
A: Ég myndi frekar segja að hann væri svona mússímússí
B: Öfugt. Enda ertu öfug
A: HAH
B: æmonfæeh!

... þessi krakki er of fyndinn til að það sé hægt að rífast við hana. Fo' shiz.