Eg reyndi ad blogga um daginn en thad virkadi eitthvad illa. Svo laaaaaanga bloggid mitt um viku 2 hvarf. Aej.
Seinni parturinn af ferdinni var fabjulos, eins og vid matti buast. Riga var falleg, fyrir utan allar stripibullurnar. Vid skelltum okkur lika til litils baejar sem heitir Sigulda i einn dag, thar saum vid helling af kastalarustum og fullt af natturu.
Rutuferdin til Lithaen var vaegast sagt serstok. Stelpurnar fyrir aftan okkur ottudust um lif sitt, en vid vorum longu ordnar vanar Austur-Evropskum rutum. Vid vorum bara tvo daga i Lithaen, og a theim tveim dogum saum vid um thad bil 5 milljon kirkjur. Vilnius er pakkfull af kirkjum, og eftir kirkju 7 eda svo var mer eiginlega ordid slett sama um sogu theirra. Seinni daginn i Vilnius var hellirigning, svo vid eyddum nokkrum klukkutimum a KGB-safni. Thad var frekar nidurdrepandi.
Skildum Svovu eftir a hostelinu i Lithaen um midja nott og flugum til Kaupmannahafnar. Thar var brakandi solskin og vid eyddum timanum thar i lestur, solbod og isat. Sidan foru stelpurnar heim og skildu mig eftir - donarnir! Eg akvad ad skella mer til Svithjodar, thvi thangad hef eg aldrei komid. Svithjod var agaet - mer leid reyndar alveg eins og eg vaeri i Kaupmannahofn, nema eg ratadi ekkert og skildi tungumalid verr.
Skellti mer sidan aftur til Kaupmannahafnar i heimsokn til Aldisar og Grjona og Eyrunar Laru. Tinna kom lika og vid eyddum nokkrum dogum i ad knusa Eyrunu bestabarn og fara i H&M. Ljuft ad vera i landi thar sem er ekki skylda ad skoda sig um!
Nuna er eg samt komin til Seattle - loksins, loksins! Flugferdin var long og leidinleg, og eg er pinulitid ruglud eftir hana... en thad er allt i lagi thvi eg er i Seattle. Aetla samt bara ad vera her i thrja daga, thvi svo fer eg til Kanada ad hitta Solveigu. Og thad verdur stud.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)