14 september 2006

Mér finnst rigningin góð!

Ég er ekki að plata.
Hjólaði í grenjandi rigningu í skólann og aftur heim og það var þrusugaman. En ég var líka í hlýjum og regnheldum fötum frá toppi til táar (má maður blanda merkjum? var sko nefninlega í cintamani og 66°N og north face).
Gore-Tex er sko vinur minn!
Skrapp svo aðeins á Esjuna að gera tíðnimælingar á plöntum. Þar var sól og blíða!

Engin ummæli: