Ég varð gömul, það var fínt. Það eina sem ég er búin að fá í afmælisgjöf eru matreiðslubækur. Það er líka fínt. Ég fékk Matarást frá stelpunum og hoppaði næstum hæð mína af gleði - því tvennt af því sem mér þykir skemmtilegast er matur og alfræðiorðabækur. Gerði svo systur mínar vitlausar með því að fletta upp mozarellaosti og brasilíuhnetum og múskati - og lesa upphátt.
Ég fékk líka gott veður í ammælisgjöf, og síðan ég varð gömul hefur sólin skinið stanslaust. Í dag kom ég heim með eldrauða handleggi. Ó-ó. Nú er ég með flott mynstur á úlnliðnum eftir úrið mitt - það er töff.
Ef það verður gott veður á morgun ætla ég að safna í sandalamunstur.
Ógissla spennó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli