10 júlí 2007

sumarfrí

Á föstudaginn skildi ég skóna mína eftir í vinnunni. Já, það er alveg hægt. Á föstudaginn fór ég líka í sumarfrí. Og í útilegu. Skólaus. Því af einhverjum ástæðum á ég enga strigaskó þessa dagana. Hinsvegar á ég meira af sandölum en getur talist eðlilegt fyrir Íslending. Og meira af háhæluðum skóm en getur talist eðlilegt fyrir Auði.

Þrátt fyrir skóleysi brunuðum við útúr bænum. Tjölduðum í brjáluðu roki, það var fyndnast í heimi. Ég borðaði langþráða (soja)pulsu og síðan fórum við í hvísluleik. Á laugardagskvöldið týndist ég á meðan stelpurnar borðuðu sjávarréttasúpu, það þótti mér leiðinlegt. Ósofnar og myglaðar skelltum við okkur síðan á Laugarvatn og Gullfoss og Geysi og Þingvelli. Og það var gaman.

Engin ummæli: