Í gær borðaði ég kvöldmat með mömmu og afa, á meðan systurnar skutluðu pabba í blak. Mamma sagði afa frá því að hún og pabbi væru að fara til Istanbúl - á Cisco ráðstefnu (það er eitthvað tölvubull - pabbi er tölvunörd).
"Ha? Á Diskó-ráðstefnu?" sagði afi. Ég flissaði.
Nú get ég ekki hætt að ímynda mér foreldra mína í útvíðum glimmerbuxum og með afrókrullur.
Hvað talar fólk um á diskó-ráðstefnum? Eða er kannski bara dansað?