Ég er búin að vera á Íslandi í allt sumar - allt sumar! Vorferð til Parísar í maí telst ekki með, enda var hún í vor. Jújú, sumarið var frrrrábært. En fólk er alltaf að asnast til og frá, og aldrei eru allir á Íslandi. Það þykir mér fúlt. Og í kvöld strengdi ég þess heit að fara "aldrei aftur til útlanda!!" (því ég vil sko ekki vera fúl og asnaleg, sjáiði til).
Svavan mín er flutt til Múmínálfalands. Það tekur því ekki einu sinni að heimsækja hana í vetur, því Múmínhúsið er hvort sem er lokað!
(örsaga: einusinni var ég í vinnunni. við vorum útá róló. ég sat uppá kofaþaki með ágætum vini mínum. af kofanum var fínt útsýni. það sást til dæmis uppá þakið á næsta húsi. uppi á þakinu var gulur plasthringur. vinur minn benti mér á hringinn og kallaði "snorkstelpan!! hvar er snorkstelpan!?". það þótti mér krúttó.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli