Í sumar ætla ég að synda, hjóla, klifra, hlæja, borða. Og ég get ekki beðið. Verst að ég nenni alls ekki að hrinda öllu í framkvæmd sem ég þarf að gera. Það er bara febrúar - óralangt þangað til sumarið kemur - en samt þarf ég að fara í myndatöku, fylla út pappíra, sækja um vegabréfsáritun og fara til læknis núna. Ooooh.
En í sumar.... í sumar ætla ég að lykta eins og varðeldur, verða fáránlega sólbrunnin, úfin, ósofin og útúrstressuð - og það verður yndislegt.
Einu sinni fann ég sumarbúðahamingjuna við aðrar aðstæður en í sumarbúðunum. Það var í tjaldferðalagi (ég var semsagt úfin, ósofin, og lyktaði eins og varðeldur - kannski það sé skilyrði fyrir þessari tegund af hamingju?). Þá sagði ég Rachel að það eina sem ég þarfnaðist í lífinu væri akkúrat þar - tjald, varðeldur, flaska af víni og einhver til að deila þessu með. Ég hugsa að ég hafi aldrei verið væmnari um ævina. Gerði síðan heiðarlega tilraun til að mynda hamingjuna - sjáiði hana?
