Í morgun fór ég í heimapróf í þroskasálfræði.
Allt í lagi með það. Sálfræði er fín. Nema hvað, í gær vaknaði ég óvart ekki fyrr en um hádegið. Ég átti eftir að læra fyrir prófið. Af því það var komið hádegi varð ég að þjóta beinustu leið í vinnuna. Ég tók sálfræðibókina með mér og vonaði hálfpartinn að einhvernveginn myndu uplýsingarnar rata úr starfsmannaskápnum inní hausinn á mér á meðan ég klippti, límdi, horfði á töfrabrögð og sópaði gólf. Það gerðist ekki, og ég átti enn eftir að læra fyrir prófið. Eftir vinnu var samhristingur, þar sem ég hélt áfram að leika mér. Og átti enn eftir að læra fyrir prófið. Þegar það var búið að hrista okkur mátulega mikið saman hefði sumum þótt sniðugt að fara heim að lesa. En mér þótti mun sniðugra að fara og fá mér bjór. Og annan. Ekki þann þriðja, sem betur fer. Þegar ég kom heim átti ég ennþá eftir að læra fyrir prófið. Svo ég settist niður. Las þrjár blaðsíður og tvær glærur. Og steinsofnaði.
Þegar ég vaknaði klukkan átta-fimmtán í morgun átti ég enn eftir að læra fyrir prófið. Það byrjaði klukkan átta-þrjátíu.
Ég er búin í prófinu - en ég er ekki ennþá búin að læra fyrir það.
Það var samt fínt að taka próf á naríunum.
14 febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hahaha og hvernig gekk svo prófið eiginlega?
það er auðvitað bara snilld að taka próf á nærunum!
Hahaha...ég sá þig alveg fyrir mér hendast út úr húsi á naríunum og fatta það ekki fyrr en þú værir komin niðrí skóla (sem er náttúrulega stjarnfræðilega erfitt þegar maður á heima á Íslandi)...áður en ég fattaði að þú þurftir væntanlega ekkert að fara neitt :oP
Það gekk bara ágætlega, GS! Og svo sannarlega var góð tilbreyting að taka próf á naríunum!
GL - ertu að meina að það hefði verið líkt mér að æða út hálfnakin?? Ég er nú vön að klæða mig áður en ég þýt í skólann... ;)
Hahaha....no comment ;)
Skrifa ummæli