25 apríl 2008

frostpinni

Á miðvikudaginn lagði ég lokahönd á stuðningsbréf til Britney Spears auk þess sem ég bjó mér til Britney bol. Skundaði síðan í afmælið hans Denis á Qbar og skemmti mér stórkostlega þar.

Þegar ég vaknaði á sumardaginn fyrsta leið mér alls ekki vel. Skrifaði svitann á illa loftræst svefnherbergi, hálsbólguna á of mikið öskur kvöldið áður, almenna vanlíðan á "kannski einn í viðbót"-bjórinn sem ég drakk. Sofnaði aftur, og var mun hressari seinni part dags. Skellti mér á kaffihús í sumarveðrinu (haha) og fór í húsaskoðunarleiðangur um miðbæinn. Var ofurlítið orkuminni en flesta daga, en hugsaði lítið meira um það.

Í morgun var ég búin að týna röddinni minni. Eftir tedrykkju, ræskingar og tilraunir til að skrúbba ógeðið innan úr hálsinum á mér gafst ég upp og bað litlusystur um að hringja mig inn veika. Endurheimti hluta af röddinni upp úr hádegi og var gífurlega ánægð, enda ekki alveg vön því að þegja svona lengi samfleytt.

Litlasystir er góð og gaf mér græna frostpinna - það er eina meðalið sem nauðsynlegt er við hálsbólgu og hita. Nú er mig hinsvegar farið að langa í ís með súkkulaðisósu, snakk og lakkrísrör. Alltíbland. Held það hljóti að þýða að ég sé að hressast, enda eins gott. Ég hef ekki þolinmæði í að vera veik lengur en einn dag, og svo þarf ég að mæta á árshátíð á morgun...

7 ummæli:

Lilja sagði...

Ohhh....ég þekki bara of vel þennan "kannski einn í viðbót"-bjórinn/drykkinn !!!

Hákon sagði...

Gott að þú ert komin aftur á blogspot. Þessi íslensku bloggkerfi sjúga bara því miður rass (blog central og Moggabloggið), auk þess sem ég hef heyrt það frá fólki sem þekkir til í svona forritun að þau eru að mestu leyti stolin frá open source bloggkerfum.
Anyways, slepptu þessum síðasta bjór næst. Ég gerði einmitt sömu mistök um daginn (nema þeir voru svona 3), mæli ekki með því...

Nafnlaus sagði...

Mér finnst best að setja ís með súkkulðisósu, snakk og lakkrísrör í blandara! Sé að þú gerir slíkt hið sama;)

Audur sagði...

Já sko allt nema lakkrísrörið. Nota það til drykkju.

En það verður bara allt svo fjári skemmtilegt eftir "kannski einn í viðbót"-bjórinn!!

Nafnlaus sagði...

Jájá, ekki eins og þú hafir verið þunnveik, þú varðst alveg veikveik. Annars er ég búin að uppgötva baily´s, ísmola og bökunarkakó í hristara - eins og ís með súkkulaðisósu og aukabjórinn sogið upp með lakkrísröri! :D
kv gg

bjorkem sagði...

Af hverju fekk eg ekki frostpinna?

Audur sagði...

Það er ekki mér að kenna að þú flúðir land!!

Gégé - æj, mér finnst baileys frekar ógeðslegt, en skal taka þetta til athugunar ef ég fær lakkrísrör...