Um daginn skrifaði ég afar langa færslu um það hversu leiðinlegar google-leitir leiða fólk á bloggið mitt. Færslan týndist einhversstaðar í neti Inters, en innihaldið var eitthvað á þessa leið:
Leitarorðið prjónauppskriftir virðist vera mjög vinsælt. Verð þó að svekkja bandbrjálaða (haha) prjónauppskriftagúglara með því að á þessu bloggi hafa engar prjónauppskriftir verið birtar, og mér þykir ólíklegt að á því verði nokkur breyting. Bendi áhugafólki um prjónaskap hins vegar á þessa og þessa bloggsíðu.
Þetta er ekki uppskriftablogg. Og mig langar að benda þeim sem gúglaði avókadósmjör á að það er mun líklegra að leitin beri árangur ef leitarorðinu er snarað yfir á ensku. Nú, annars gætirðu líka prófað að leita að lárperumauki. Það er smart (ég skal baka súkkulaðiköku fyrir þann sem veit í hvern ég var að vitna!!).
Verst þykir mér þó að einhver gúglaði Mirale og endaði á blogginu mínu. Nú heldur kannski einhver útí bæ að ég sé svona mínímalísk og karakterslaus og geymi óopnaðar listaverkabækur undir glerplötunni á stofuborðinu og yddi blýantana mína með rafmagnsyddara. Það þykir mér miður.
Niðurstaðan var semsagt sú að 1) ég blogga um hundleiðinlega hluti, og/eða 2) Íslendingar googla hrútleiðinlega hluti. Hvort er betra, hundur eða hrútur?
Ég tók því þá ákvörðun að blogga bara um eitthvað djúsí á næstunni. En þá sá ég fram á vandamál. Stundum er lífið svo tíðindalítið að ég blogga um prjónaskap, eldhúsævintýri og húsgagnaverslanir. Þannig er það bara. En þegar eitthvað djúsí gerist í raun og veru hef ég alls ekki tíma til að blogga. Og ef ég hef tíma til þess get ég það bara ekki, því ég reyni að vera kurteis og mér þykir ekki við hæfi að blogga um hvaðsemer. Það er að segja, mér þykir ekki við hæfi að blogga um hvaðsemer þegar aðrar manneskjur eiga hlut að máli. Og þannig er það nú oftast þegar eitthvað djúsí gerist, eða hvað?
En nú þarf ég ekki að örvænta lengur. Það gúglaði nefnilega einhver sofa hjá kennaranum mínum og endaði á blogginu mínu. Það er hvorki hundur né hrútur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
aaaaahahahahaha.
En ég skil alveg hvað þú átt við - það eina sem kemur fólki á mitt blogg er leitarorðið mygla. Hefur gerst hvorki meira né minna en sex sinnum (allavega). Og svo einu sinni children find your myspace... nema í gær greinilega kom eitt í viðbót - tilbúnar ritgerðir! Ég ætti kannski að byrja að rukka fyrir ritgerðir fyrir annað fólk... þá yrði ég sko rík! (og þyrfti að skrifa helling af ritgerðum.)
Algengast er að fólk sé að googla nafnið mitt þegar það kemur inn á mitt blogg... svo hefur ladyboy nokkuð oft verið googlað og súkkulaðigosbrunnur.
Mér finnst lárperusmjör líka vera afskaplega smart, alveg eins og henni Sollu vinkonu.
Já, Svava! Gott að einhver skilur mig. Ég get ekki sent súkkulaðiköku í pósti til Eistlands, má ég skulda þér hana?
GS - ladyboy? Hvaaaað?
Afhverju er svona vinsælt að gúgla myglu?
það kom einhver ítrekað inn á mitt blogg með leitarorðinu "þórarinn stærðfræðikennari". mér finnst það undarlegt.
það er langt í frá djúsí. það gúglar aldrei neinn "sofa hjá kennaranum mínum" og endar á mínu bloggi... þarf að endurskoða líf mitt.
já, er að kvitta fyrir lestur, hef laumast hérna inn stundum útfrá kristjönu bloggi.
Já þegar ég var í tælandi skrifaði ég að afgreiðslumanneskjan í búðinni væri ladyboy. Það eru margir slíkir í Tælandi, strákar með brjóst sem klæðast kvenfötum og eru yfirleitt að selja sig. Mjög vinsælt google orð!!
Bwahahaha! Hver gúglar að sofa hjá kennara? lol!
Já, Ásta, það er augljóslega þörf á alvarlegri tiltekt í lífinu þegar leitarorðin sofa hjá kennaranum mínum vísa ekki á bloggið manns. Annars flýtti ég mér að gúgla Þórarin stærðfræðikennara, skemmtilega margar niðurstöður!
GS - ég var búin að gleyma því að þú varst í Tælandi! Þar er að sjálfssögðu útskýringin á ladyboy komin.
Beta, það er dónalegt að hlæja. PS, hver bloggar um að sofa hjá kennara? Ekki ég.
HAHA! :D
Þið eruð skemmtilegar.
kv. gg
Skrifa ummæli