...find your soul mate today!
...var fyrirsögnin á ruslpóstinum sem ég var að fá rétt í þessu. Það er örugglega fínt trikk að senda út svoleiðis ruslpóst daginn eftir Valentínusardag... margir ennþá grátandi ofan í kakóbollann sinn yfir því að enginn hafi sent þeim tylft rauðra rósa á Rómantískasta Degi Ársins.
Ég henti nú ruslpóstinum bara. Enda er ég ekkert einmana. Fékk sko kort í tilefni dagsins! Framan á því var mynd af rós. Held að hjartað í mér hafi aldrei slegið jafn hratt. Gleymdi að anda. Manaði mig síðan upp í að lesa kortið. Ég elska þig! var fyrsta setningin. Elsku besta mamma mín...
Held ég eigi engin börn?
Þetta var samt mjög fallegt kort.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli