22 febrúar 2007

Við Silja systir erum búnar að vera hálf fúlar yfir væntanlegum kvöldverðum á heimilinu. Innkaupalistinn á ísskápshurðinni er nefnilega búinn að vera sérstaklega óáhugaverður undanfarið... jafnvel þó við reynum reglulega að lauma lífsnauðsynlegum matvælum á hann (æ, þið vitið - kókómjólk, súkkulaðikex, ís...). Við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn, enda var okkur hætt að lítast á blikuna!

Auður: Hvað er mamma eiginlega að meina með kærleiksbjörn? Eigum við að fara að éta kærleiksbirni?

Silja: Já díses, það er líka hundasápa á innkaupalistanum... við eigum ekki einu sinni hund!

... föttuðum síðan stuttu seinna að á miðanum stóð kókosmjólk og handsápa. Samt frekar leiðinlegur innkaupalisti, sko.

Engin ummæli: