Fyrsti skóladagurinn í nýja skólanum var afar sveittur - fólkið í Kennó virðist ekki hafa heyrt um loftræstingu. Klukkan var varla orðin tíu þegar ástandið var orðið svo slæmt að fólk hikaði við að hlýða þegar því var sagt að teygja rækilega úr sér á einni hópeflis-stöðinni. Annars var dagurinn ágætur... en ég ætla ekki að mæta í ullarsokkabuxum á morgun.
Ég eyddi síðasta föstudagskvöldi sumarsins í að dansa á Kofanum og Sirkus. Þar var líka sveitt. Kannski er inn að vera sveittur þessa dagana. Nennti ekki að vera menningarleg á laugardaginn - og þó. Horfði á flugeldasýninguna og hélt svo heim til Gégé og Gríms, þar sem Grímur dídjeiaði eins og honum einum er lagið, og það er sjálfsagt menningarviðburður í sjálfu sér. Skálmaði svo niður Laugaveginn á leiðinni heim, og óð rusl upp á mið læri. Ullabjakk.