Þó enn sé bara miður ágúst er sumarið næstum búið - því á mánudaginn klukkan áttaþrjátíu ætla ég að byrja í nýjum skóla, og þegar skólinn er byrjaður er sjálfkrafa kominn vetur. Ég á þessvegna bara tvo "alvöru" vinnudaga eftir (að vinna bara seinni part dags hlýtur þá að vera grín?). Ég er ekki búin að ákveða hvað mér finnst um þetta allt saman, en eitt er víst - á morgun, eftir Síðustu Sundferð Sumarsins, ætla ég að dansa gleðidans (það er fínt í sundi - ég er bara komin með ógeð!).
Ég er þó að minnsta kosti búin að nýta helgarnar afskaplega vel í sumar - og síðasta helgi var engin undantekning. Vandaði mig við að komast á hvísla-og-faðma stigið á föstudagskvöldið, Veru til mikillar gleði. Vaknaði síðan alltíeinu nakin á laugardagsmorgni - en í mínu eigin rúmi, sem betur fer. Dröslaði mér niðrí bæ til að horfa á Gleðigönguna. Hún var skemmtileg, en skemmtilegri voru tónleikarnir og sólin og hamingjan. Laugardagskvöldið var ruglað, tímaskyn mitt ruglaðist í það minnsta allverulega. Ég er nefnilega handviss um að klukkutíminn sem leið frá því að stelpurnar yfirgáfu mig og þar til ég kom sjálfri mér heim hafi verið þrír tímar. Á þessum klukkutíma tókst mér einhvernveginn að dansa, kjafta, troðast í gegnum fatahengisþvöguna, dansa meira, rölta yfir á Qbar, drekka bjór, kjafta meira og fara á trúnó með manni sem ég hef aldrei hitt fyrr.
Annars er Gégé loksins komin heim frá Egyptalandi, og það er gott. Hún fór samt strax í skólabækurnar, en á föstudaginn má trufla hana. Það er enn betra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli