Kristjana klukkaði mig og ég ætla aldrei þessu vant að vera memm.
8 atriði sem þið vissuð (kannski) ekki um mig:
1. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða vörubílsstjóri þegar ég yrði stór. Og bókasafnsfræðingur einsog mamma. Ég er hætt við að verða stór.
2. Ég verð að spegla á mér rassinn áður en ég fer út úr húsi. Ég hélt það væri eðlilegt, en systur mínar segja að það sé skrítið?
3. Einusinni skrifaði ég erótíska sögu um Rut og Rho. Hana ætla ég aldrei að birta (fyrir áhugasama gegna Rut og Rho mikilvægu hlutverki í stöðvun umritunnar á DNA-i baktería...).
4. Ég elska Baywatch-lagið.
5. Einusinni talaði ég svo mikið (og oft) um brjóst (mín eigin og annarra) að Sólveigu ofbauð. Hún fílar samt alveg brjóst, sko.
6. Það tekur mig sirka klukkutíma að borða eina dós af "plat"skyri (platskyr er allt skyr sem ekki er heimahrært rjómaskyr).
7. Fyrir nokkrum árum síðan litu varðeldir sem ég kveikti svona út. Síðasta sumar tókst mér síðan loksins að kveikja svona varðeld - með einni eldspýtu og án þess að svindla!
8. Mér þykja orðin kajak og sitka óeðlilega flott.
Ég ætla engan að klukka. Nema einhver vilji klukkast, þá skal ég klukka viðkomandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli