"Þetta er ótrúlega svona 80's. Æ, þið vitið - lítur út fyrir að vera rusl, en er það samt ekki"
... sagði Björk í kvöld. Og móðgaði þar með að minnsta kosti helming íslenskra ungmenna.
Hélt matarboð í gær, og bauð síðan í hugsunarleysi í partí. Partíið varð fjölmennara og furðulegra en ég hafði áætlað. Arna kom með skyr og hangikjöt og bauð öllum að smakka. "Kúkurinn í lauginni" var sunginn fullum hálsi. Glösin kláruðust, svo Adda varð að notast við mælikönnu. Og Tinna fór heim með bólgna vör og sögu af því þegar Grímur kýldi hana í partíi. Klukkan þrjú í morgun æddi ég síðan um allt hús og tróð bjórdósum í bónuspoka. Það er kominn tími á Sorpuferð.
Og þá tek ég kannski með mér eitthvað "ótrúlega svona 80's". Því það var bara diet-kók flaska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli