18 desember 2007

Ég taldi mig vera nokkuð sleipa í ensku. En í dag... í dag fékk ég bréf (í tvíriti!) frá skosku tryggingafyrirtæki. Tilefnið var læknisheimsókn sem ég fór í þegar ég var í Bandaríkjunum fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég skil orðin í bréfinu. En ég skil alls ekki innihaldið.

Það er eiginlega tvennt sem kemur til greina: annað hvort er allt í gúddí og tryggingafyrirtækið er bara að láta mig vita að það sé búið að afgreiða kröfuna sem ég skilaði inn (í ágúst 2006, bæðövei)... eða ég skulda einhverjum (lækninum? tryggingafyrirtækinu? sumarbúðunum? bankanum?) mörghundruð dollara.

Óska eftir einhverjum sem tekur að sér þýðingar á fyrirtækjaensku. Helst án gjalds - ég gæti jú verið stórskuldug fyrir.

Er annars búin að vera á jútúb flakki undanfarin kvöld. Varð ógurlega spennt þegar ég sá nýtt myndband með Kelly Willis (hún nær inn á topp 15 listann minn... hugsanlega topp 10 á réttum degi).



Ég er ekki enn búin að eignast diskinn sem lagið er á, verð að bæta úr því hið snarasta. Er samt ekki alveg búin að ákveða hvað mér þykir um lagið... ég er eiginlega hrifnust af eldgömlu lögunum hennar... hér er eitt frá 1992, það er yndislega hallærislegt!

Engin ummæli: