Vinnan mín er besta vinna í heimi - hver vill ekki fá borgað fyrir að blása sápukúlur, baka súkkulaðikökur og fara í feluleik? Sumir dagar eru samt betri en aðrir, og dagurinn í dag var einn af þeim.
Í dag fór af stað nýtt klúbbastarf - klúbbarnir sem voru í boði voru tilrauna-, tónlistar- og matreiðsluklúbbur. Ég var búin að segja einum litlum frá þessu fyrr um daginn, og þegar kom að því að fara að velja sér klúbb spurði ég krakkana hvort þeir vissu hvað við værum að fara að gera. Félagi minn hoppaði hæð sína og baðaði út höndunum: "Ég er að fara í SAUMAKLÚBB!" (hann sættist reyndar á matreiðsluklúbb. gæti verið að hann sé búinn að fatta þetta - saumaklúbbur = matur?)
Í lok dags fékk þessi sami strákur að skoða ipodinn minn. Hann var himinlifandi með það - reyndar pínulítið svekktur yfir því að ég ætti ekki Mamma Mia. Hann tók samt gleði sína á ný þegar honum tókst að ýta á takkana þannig að texti fyllti allan skjáinn... hann var sko kominn á internetið :)
24 nóvember 2008
10 nóvember 2008
Æ ég hef eitthvað klikkað á mánaðarblogginu. Úps.
Fátt að frétta en kannski margt. Það fer eftir því hver þú ert og hvenær ég talaði við þig síðast. Í sumarlok eyddi ég nokkrum dögum í New York, það var án efa skemmtilegasta NjúJork-stopp sem ég hef átt (kom við þar alein haustið 2005 og með GS haustið 2006). Nú er ég samt bara komin heim til uppáhaldslandsins, og það er fínt. Kirsten-Kiwi kom í tveggja vikna heimsókn um daginn og það var rosagaman, ég tók mér síðbúið sumarfrí og lék fararstjóra á meðan hún var hér. Klikkaði þó á því að sýna henni margt - verst þykir mér að hafa ekki farið nema einusinni í sund og aldrei - ALDREI! - í ísbíltúr. Það er náttúrulega skammarlegt. Redda þessu næst. Ég náði samt að sýna henni fullt af snjó... því miður þótti henni góð hugmynd að troða snjó niður um hálsmálið á mér en ég hugsa að það hafi bara verið því það hafði aldrei neinn troðið snjó inn á hana. Annars er bara samagamla. Vesturhlíðin klikkar aldrei, og um daginn byrjaði ég í hundraðprósent þar. Ýkt stuð og ponsu fullorðins - en samt ekkert of.
Fátt að frétta en kannski margt. Það fer eftir því hver þú ert og hvenær ég talaði við þig síðast. Í sumarlok eyddi ég nokkrum dögum í New York, það var án efa skemmtilegasta NjúJork-stopp sem ég hef átt (kom við þar alein haustið 2005 og með GS haustið 2006). Nú er ég samt bara komin heim til uppáhaldslandsins, og það er fínt. Kirsten-Kiwi kom í tveggja vikna heimsókn um daginn og það var rosagaman, ég tók mér síðbúið sumarfrí og lék fararstjóra á meðan hún var hér. Klikkaði þó á því að sýna henni margt - verst þykir mér að hafa ekki farið nema einusinni í sund og aldrei - ALDREI! - í ísbíltúr. Það er náttúrulega skammarlegt. Redda þessu næst. Ég náði samt að sýna henni fullt af snjó... því miður þótti henni góð hugmynd að troða snjó niður um hálsmálið á mér en ég hugsa að það hafi bara verið því það hafði aldrei neinn troðið snjó inn á hana. Annars er bara samagamla. Vesturhlíðin klikkar aldrei, og um daginn byrjaði ég í hundraðprósent þar. Ýkt stuð og ponsu fullorðins - en samt ekkert of.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)