29 janúar 2008

karlar

Við systur ræddum allskonar bönd í gærkvöldi. Karlabönd og kvennabönd og svo þessi gamaldags hjónabönd. Silja sér fyrir sér að tveir karlmenn í karlabandi geti þannig komið í veg fyrir allan misskilning í kaffiboði hjá gömlum skólafélaga annars:

Gamall félagi: Nei sæll! Langt síðan ég hef séð þig. Er þetta vinur þinn?
Karl 1: Nei, við erum karlar.

Enda ekki nema sanngjarnt að samkynhneigðir eignist orð yfir sig og betri helminginn í líkingu við orðið hjón, ha?

3 ummæli:

Lilja sagði...

Hmmmm....já, áhugaverð pæling !

gudrunst sagði...

Já en akkuru geta þeir ekki verið hjón líka? Hjón er bara sama og hjú ...

Audur sagði...

Þetta átti sko að vera fynd. Að sjálfsögðu eiga samkynhneigðir líka að geta kallað sig+maka hjón.