19 febrúar 2008

skátastúlka

Í vetur er mig búið að dreyma oft og lengi um besta stað í heimi. S'mores, sundsprett í Langlois-vatni, hóp af hlæjandi smástelpum, klifurvegg, brenndar sojapylsur, hjólatúr til Carnation.


Í sumar ætla ég að synda, hjóla, klifra, hlæja, borða. Og ég get ekki beðið. Verst að ég nenni alls ekki að hrinda öllu í framkvæmd sem ég þarf að gera. Það er bara febrúar - óralangt þangað til sumarið kemur - en samt þarf ég að fara í myndatöku, fylla út pappíra, sækja um vegabréfsáritun og fara til læknis núna. Ooooh.


En í sumar.... í sumar ætla ég að lykta eins og varðeldur, verða fáránlega sólbrunnin, úfin, ósofin og útúrstressuð - og það verður yndislegt.

Einu sinni fann ég sumarbúðahamingjuna við aðrar aðstæður en í sumarbúðunum. Það var í tjaldferðalagi (ég var semsagt úfin, ósofin, og lyktaði eins og varðeldur - kannski það sé skilyrði fyrir þessari tegund af hamingju?). Þá sagði ég Rachel að það eina sem ég þarfnaðist í lífinu væri akkúrat þar - tjald, varðeldur, flaska af víni og einhver til að deila þessu með. Ég hugsa að ég hafi aldrei verið væmnari um ævina. Gerði síðan heiðarlega tilraun til að mynda hamingjuna - sjáiði hana?

3 ummæli:

gudrunst sagði...

Þetta er hamingjan auður...
þú veist ekki hvað ég fékk mikla "heimþrá" við að lesa þetta blogg ... hvað ertað gera mér!!

Lilja sagði...

Já ég sé hamingjuna....mestu hamingjuminningarnar mínar eru frá stundum þar sem útilegur (þ.e.a.s. vín og tjald...kannski ekki varðeldur samt)koma við sögu ;)

Nafnlaus sagði...

Auður mín þú ert æði... ég gleymi alltaf að setja þig inn á "nýja mátan" kannski ég geri það núna áður en ég gleymi því forever =)

knús frá skaganum =)