Til fíflsins sem keyrði á eftir mér niður Laugaveginn í dag:
Ég geri mér grein fyrir því að flestir keyra niður Laugaveginn á ógnarhraða. Og að sjálfsögðu - að sjálfsögðu! - á ég (kjánalegur hjólreiðamaðurinn) engan rétt á því að hjóla í hægri kanti akreinarinnar (enda engin lög sem kveða á um það). Það er líka ekki nema sjálfsögð kurteisi að flauta lengi og vel á hjólreiðamanneskju og gefa henni síðan illt auga þegar hún kemst ekki lengra til hægri. Sérstaklega þegar það eru ekki nema u.þ.b. tveir metrar í næsta bíl. Það munar nú um minna!
Og eftir að búið er að hrekja hjólreiðamann eins nálægt kantinum og mögulegt er, er augljóslega nauðsynlegt að stíga bensínið í botn til að sýna hver ræður. Tvo metra.
Ég skil þetta núna, og vil þess vegna biðjast afsökunar á því að hafa öskrað á eftir þér að þú ættir að hafa mök við sjálfa þig - þér er þó að sjálfsögðu frjálst að gera það ef þig langar til.
Kær kveðja,
Auður
PS - viltu koma í kapp niður Laugaveginn á morgun? Ég þori að veðja að ég vinn aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Bölvað fíflið!! Hér í Hollandi ráða hjólreiðamenn öllu!! En maður fær auðvitað hjólastíg tilað hjóla á svo maður geti verið frjáls sem fuglinn.
Fólk á íslandi mætti alveg taka meira tillit!!
Já hvað er málið með þetta...af hverju er ekki hægt að breyta íslensku löggjöfinni ungfrú GS sjálfstæðiskona??
Lögin eru sko í fínu lagi (Umferðarlög nr. 50/1987, 39. grein). Hinsvegar virðast ökumenn ekki gera sér grein fyrir því hvernig lögin hljóða, eða þeim er slétt sama. Sérstaklega þeim sem eiga stóra, flotta bíla (að ég tali nú ekki um jeppa!).
Margir virðast líka líta á hjólastíga sem fínasta bílastæði. Tékkaðu á hjólastígnum á Lönguhlíðinni næst þegar þú átt leið þar um... þar er yfirleitt búið að leggja amk 5 bílum.
Já málið heima er bara það að fólk er ekki að taka tillit.
Held að það sé af því að það eru svo fáir á hjóli, meirað segja yfirleitt frekar fáir gangandi líka svo bílstjórarnir eru heldur ekkert að taka tillit til þeirra.....stoppa aldrei við gangbraut o.s.frv.
Skrifa ummæli