14 mars 2008

sumar

Það er komið sumar!

Ég komst að þessari niðurstöðu þegar risastór krakkahópur lék sér á planinu í Vesturhlíð seinni partinn í dag, með tilheyrandi skrækjum að sjálfsögðu. Sumir á peysunni, eins og nauðsynlegt er á sumrin. Krítarnar voru dregnar fram, og að minnsta kosti þrír fótboltar. Og seinna, þegar ég var að ganga frá eftir daginn, uppgötvaði ég að hver einasti gluggi og allar þrjár dyr hússins voru opin upp á gátt.

Hjólaði heim í sumarstuði (á stuttermabolnum!), svona hálfskítug í framan (æ, kannist þið ekki við "ég var að leika mér í sandkassanum" andlitið?). Og langaði alveg gífurlega í sól og Austurvöll og bjór og frisbídisk. Sólin var reyndar að hverfa, frisbídiskurinn er týndur og Austurvöllur var tómur. En bjórinn var góður þrátt fyrir það.

2 ummæli:

Lilja sagði...

Úff...ég las kakkalakki í staðin fyrir krakkahópur, semsagt:
...þegar risastór kakkalakki...

Mér brá sko pínu :P

...btw er ég komin með nýtt blogg: http://www.sukkuladimoli.blogspot.com ;)

Audur sagði...

Já, veistu ekki að kakkalakkarnir koma með sumrinu??