Svavan mín kom í örstutta Íslandsheimsókn um helgina - það var ógurlega gaman að sjá hana, þó stoppið hafi verið heldur stutt í þetta sinn. Laugardagskvöldið var alveg hreint ljómandi skemmtilegt. Ég kenndi stelpunum prumpuleikinn - en þann leik lék ég stanslaust í þrjá mánuði sumarið 2006 (það er ekkert sjónvarp í sumarbúðunum...). Leikurinn vakti að sjálfsögðu mikla lukku og ég hlakka til að fara í hann á næsta þriðjudagskaffihúsi!
Við töltum í bæinn eftir miðnætti. Stoppuðum örstutta stund á Qbar og ég hoppaði hæð mína af gleði þegar ég sá að það er komin ný hurð á stúlknasalernið þar. Ég þurfti því ekki að óttast að einhver myndi skríða inn um neðri part dyranna í þetta sinn. Eftir þetta ánægjulega pissustopp skruppum við á Næsta, því þar er bjórinn í fallegustu glösunum. Þar skemmtum við okkur yfir fermingardreng sem virtist hafa skellt sér á eldheitt stefnumót með móður vinar síns. Og þegar tveir fimmtu hlutar hópsins fundu sig knúna til að fara heim að kúra röltum við hinar yfir á Kofann og dönsuðum við næntís hallærislög (nema Helga, sem vingaðist við stelpu sem var annað hvort klædd eins og ósiðsamleg hjúkrunarkona eða Hard Rock starfsstúlka).
Í dag er ég löt. Og ég sem ætlaði að læra svo mikið um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli