10 nóvember 2007

væluskjóða

Eftir brjálæðislega ritgerðartörn í gær og í nótt, lítinn svefn, hryllilegan bootcamp tíma (þar sem ég fór næstum að gráta - sem hefur ekki gerst síðan í allra fyrsta tímanum), erfiðan vinnudag (þar sem ég fékk reyndar að spila samstæðuspil í bland við að tækla barn í brjálæðiskasti), örvæntingarfulla leit að Hjallavegi (á hjóli - ég þræddi hverja einustu götu í hverfinu áður en ég fann þá réttu) og kvöldstund undir meðallagi (þ.e. á "ég er fabjúlös"-skala, því félagsskapurinn var góður) settist ég niður fyrir framan sjónvarpið. Svotil laus við samviskubit (það bítur ekki eins fast rétt eftir verkefnaskil, jafnvel þó enn sé yfirþyrmandi magn verkefna sem ég er á seinasta snúningi með!). Í sjónvarpinu var Stepmom. Ég taldi mér trú um að ég væri ekki eins mikil væluskjóða og þegar ég sá hana fyrst. Það var alrangt.

Engin ummæli: